Hvað nákvæmlega eru menn að hugsa?

Ég á þrjár stelpur og sú elsta er 11 ára.  Undanfarin tvö ár hef ég staðið mig að því að lækka í útvarpsfréttunum og sjónvarpsfréttum og svona almennt reynt að forða henni frá því að fylgjast eitthvað með fréttum því mér finnst svo margar fréttir vera svo ljótar að þeir eiga ekkert erindi fyrir 11 ára gamalt barn...ég bara spyr, af öllu þessu fallega sem er að gerast í heiminu okkar, afhverju þarf ég að hlusta á fyrstu frétt á Bylgjunni um 17 ára stúlku sem var grýtt til bana...og ekki nóg með það heldur fylgdi fréttinni nákvæmar lýsingar um morðið og ég held að fréttin hafi tekið um 2 mínútur í lestri...Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessir ágætu fréttamenn séu heilir heilsu að bjóða upp á þetta.  Síðan eru Vísir.is og mbl.is ekki betri.  Fyrirsagnir eins og "Sagaði af sér höfuðið", "Grillaði kærustuna á veröndinni" og "Tvær kristnar stúlkur hálshöggnar" blasa við manni þegar maður opnar netið.  Mér finnst þetta vera mjög óábyrgur fréttaflutningur sem hefur nákvæmlega engan annan tilgang en að varpa ljósi á það allra ljótasta sem gerist í heiminum í dag.  Mín spurning er sú, þurfum við að fá þetta beint framan í okkur á rólegum þriðjudegi hér á Íslandi?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Rétt hjá þér Bjarki minn af hverju ekki að leggja áherslu á það jákvæða og upbyggjand í lífinu? það er of lítið gert a því að tala um góðu hliðar lífsins sem eru svo margar. Lífið er svo gott ef maður bara kemur auga á það.

Guðrún Olga Clausen, 18.5.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarki Pétursson

Höfundur

Bjarki Pétursson
Bjarki Pétursson
Ég er þriggja barna faðir í Reykjavík með mikinn áhuga á fótbolta, pólitík og kvennréttindum...get ekki annað, á 3 stelpur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 313

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband