17.5.2007 | 00:32
Meðalmennska.
Það er margt frábært í okkar litla samfélagi sem við getum verið stolt af en það er þó of mikið af almennri meðalmennsku á meðal okkar. Viljinn til að virkilega skara framúr virðist ekki vera mjög almennur og maður veltir því fyrir sér hvort almenni leti sé um að kenna. Það virðist vera þannig að Íslendingar velji oft auðveldu leiðina og það er einmitt leið meðalmennskunnar. Í stað þess að berja sér á brjóst og segja "ég ætla að gera allt sem ég tek mér fyrir hendur óaðfinnanlega" þá um leið förum við upp á allt annað plan og árangurinn fylgir með. Hér skiptir engu hvort um er að ræða líkamsrækt, barnauppeldi, lesa fleiri bækur, vera betri maki, betri vinur, betri bílstjóri, betri starfsmaður eða betri bróðir og systir...Það er bara viljinn og hugarfarið sem þarf og þá er hægt að yfirgefa þessa ömurlegu meðalmennsku sem virðist vera allstaðar...Við erum hér til þess að lita mannlífið, bæta samfélagið og verða góðir og gildir samfélagsþegnar...Við gerum það ekki með meðalmennskunni. Hvað er langt síðan þú gerðir eitthvað á heimsmælikvarða? Erum við ekki öll fær um að lyfta ránni hjá okkur og setja markið hærra á öllum sviðum? Byrjum í dag.
Um bloggið
Bjarki Pétursson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir betur komið á tónleikana hjá okkur í Kammerkór Langholtskirkju um síðustu helgi, þar hefðir þú getað séð frammistöðu á heimsmælikvarða!
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:37
Bjarki þetta er þér einum lagið, þessi ótrúlega jákvæðni alla daga það er hollt að umgangast svona fólk eins og ykkur hjónin....
"ÞETTA ER BARA NÚLL MÁL"
Ásthildur Stærri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:21
Ég er frábær kennari, góð mamma og æðisleg amma. Ég trúi þessu og fer ekki ofan af því. Ég trúi því að ef við trúum á okkur sjálf þá verði lífið betra. Það er samt bara þannig að sumir hafa ekki sömu tækifæri og aðrir, alveg sama hvað allir segja. Lífið er ekki jafn auðvelt öllum. Sumir hafa ekki tækifæri til að blómstra. Sumir hafa ekki þann bakgrunn sem þarf til að hafa sterka sjálfsmynd. Það geta ekki allir verið á heimsmælikvarða og það þurfa ekki allir að vera á þeim kvarða heldur. Við erum misjöfn og alla vega og við eigum að bera virðingu fyrir öllum manngerðum. Sumir eru svona aðrir eru hinsegin. Ég er kennari,Gummi er tónlistarmaður, X er alki, z er geðsjúklingur, þ er milli (milljónamæringur), æ er afgreiðslumaður í Bónus,ö er trésmiður og svo eru allir hinir. Mannskepnan er svo marglit. Það hefur ekkert með heimsmælikvarða að gera í mínum huga. Ekki gleyma andanum. Ekki gleyma Bach og Beethoven, Bítlunum og Kurt Cobain. Ekki gleyma blómum og býum. Það er svo gott að sitja í rigningunni eða sólinni og sjá umhverfið, börnin, blómin o.s.frv. Það er dásamlegt að vera til, jafnvel þó maður sé ekki ríkur á veraldlega vísu. Það er andinn sem skiptir máli. En það er alveg ljóst að ég elska börnin mín, tengdabörnin mín, barnabörnin mín, fjölskylduna mína alla og næstum því alla sem ég þekki og líka þá sem ég þekki ekki. Og mér finnst gott að vera til. Lífið er gott. Og svo er það búið að lokum. Njótum þess á meðan við erum hér. Heimsmælikvarðinn, hver er hann???
Guðrún Olga Clausen, 18.5.2007 kl. 21:01
Elsku kallinn minn gott að þú ert byrjaður að blogga.
Guðrún Olga Clausen, 18.5.2007 kl. 21:04
Það er rétt sem Ásthildur segir að það er mannbætandi að umgangast þig og Söru og dætur ykkar. Þið eruð frábærar manneskjur. Heimurinn væri betri ef fleiri væru á ykkar róli.
Guðrún Olga Clausen, 19.5.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.